Prestsfjölskyldan frá Otradal, Arnarfirði. Séra Jón Árnason var fyrsti prestur við Bíldudalskirkju.Hjónin fyrir miðju: Jóhanna Pálsdóttir, prestsfrú, f. 1866, d. 1949. Séra Jón Árnason f. 1864. d. 1944.Frá vinstri: Marinó Jónsson, f. 1906, d. 1974, Anna Jónsdóttir, f. 1900, d. 1982, Árni Jónsson, f. 1906, d. 1969, Sigríður J. Magnússon, f. 1892, d. 1977, Ragnheiður Jónsdóttir, f. 1986, d. 1994, Svanlaug Jónsdóttir f. 1903 d. 1983.
Prestsfjölskyldan frá Otradal, Arnarfirði. Séra Jón Árnason var fyrsti prestur við Bíldudalskirkju.Hjónin fyrir miðju: Jóhanna Pálsdóttir, prestsfrú, f. 1866, d. 1949. Séra Jón Árnason f. 1864. d. 1944.Frá vinstri: Marinó Jónsson, f. 1906, d. 1974, Anna Jónsdóttir, f. 1900, d. 1982, Árni Jónsson, f. 1906, d. 1969, Sigríður J. Magnússon, f. 1892, d. 1977, Ragnheiður Jónsdóttir, f. 1986, d. 1994, Svanlaug Jónsdóttir f. 1903 d. 1983.
Frá Jóni Kr. Ólafssyni: "HUNDRAÐ ár eru langur tími, en það er augljós staðreynd að kirkjan hefur staðið hér og veitt mönnum skjól í gleði og sorgum. Við vígslu Bíldudalskirkju þann 2."

HUNDRAÐ ár eru langur tími, en það er augljós staðreynd að kirkjan hefur staðið hér og veitt mönnum skjól í gleði og sorgum. Við vígslu Bíldudalskirkju þann 2. desember 1906 tók séra Jón Árnason við þjónustu þar og var þar þjónandi til um 1927 er hann lét af prestskap og flutti til Reykjavíkur ásamt konu sinni, Jóhönnu Pálsdóttur, og fjölskyldu. Börn þeirra voru þessi: Sigríður J. Magnússon, Ragnheiður Jónsdóttir, Anna G. Jónsdóttir, Svava Jónsdóttir og tvíburabræðurnir Marinó og Árni, fæddir 4.11. árið 1906, sem þýðir að þeir voru jafngamlir kirkjunni. Blessuð sé þeirra hundrað ára minning. Þau systkinin voru öll miklir Bíldudalsvinir og sýndu það margoft í verki. Ræktarsemi þeirra og menningaraukinn sem þau miðluðu til Bíldudals var einstakur. Ég vona allra hluta vegna að framlag þeirra verði varðveitt í framtíðinni, því þar sem ekki er neisti af menningu er og verður ævinlega eyðimörk. Allt þarf að haldast í hendur svo vel fari. Það er margsannað mál.

Kirkjan hefur innan sinna veggja mörg listaverk sem eru milljóna virði, þar á meðal eru forngripir úr Otradalskirkju, allt frá árinu 1737. Þessir gripir voru á sínum tíma að verða tímans tönn að bráð þegar undirritaður fékk fagmann til bjargar. Sá var Ríkharð H. Hördal forvörður.

Aðalaltaristafla hússins er frá árinu 1916, máluð af Þórarni B. Þorlákssyni listmálara. Hún var mjög hætt komin árið 1977 þegar undirritaður kom henni til Franks Ponzi forvarðar, sem var um þær mundir að bjarga altaristöflu Dómkirkjunnar.

Allt var þetta mín vinna að koma þessu, sem svo mörgu öðru, til bjargar. Enda átti ég langan starfsdag í Bíldudalskirkju. Oft hef ég hugsað um það síðan ég eyddi blóma lífs míns þar við margþætt störf og taldi mig vera að vinna Bíldudalssöfnuði gott starf, sem hefði mátt enda með ljúfari lendingu en raun bar vitni.

Ég enda svo þetta með versi frá árinu 1912 eftir Stefán frá Hvítadal.

Kirkjan ómar öll, býður hjálp og hlíf

þessi klukknaköll boða ljós og líf.

Heyrðu málmsins mál

lofið Guð sem gaf

og mín sjúka sál

verður hljómahaf.

JÓN KR. ÓLAFSSON

söngvari,

Reynimel, Bíldudal.

Frá Jóni Kr. Ólafssyni: