STÁLSMIÐJAN ehf. hefur keypt allt hlutafé í Framtaki véla- og skipaþjónustu ehf. og dótturfélagi þess Framtaki Blossa ehf.

STÁLSMIÐJAN ehf. hefur keypt allt hlutafé í Framtaki véla- og skipaþjónustu ehf. og dótturfélagi þess Framtaki Blossa ehf.

Framtak var stofnað árið 1988 og er umfangsmikið í verkefnum sem tengjast gufuaflsvirkjunum , auk þess að vera leiðandi í vélaviðgerðum, gámaviðgerðum og ýmiss konar nýsmíði á sviði málmiðnaðar. Heildarfjöldi starfsmanna er um 100.

Stálsmiðjan var stofnuð árið 1933 og rekur í dag slippinn í Reykjavík auk mjög öflugrar plötusmiðju og sérhæfðs trésmíðaverkstæðis. Starfsmenn eru um 80 og skiptast í tæknimenn, vélvirkja, stálsmiði, trésmiði og starfsmenn í dráttarbrautum.

Fyrirtækjaráðgjöf Spron hafði milligöngu um kaupin.