Kabúl, Washington. AFP.

Kabúl, Washington. AFP. | Ræktun á valmúa, sem ópíum er unnið úr, hefur aukist um 61% á þessu ári og þykir vera um að ræða áfall fyrir ráðamenn Bandaríkjamanna og Atlantshafsbandalagsins sem hafa í samstarfi við ríkisstjórnina í Kabúl reynt að berjast gegn fíkniefnaframleiðslunni.

Oft eru milliliðir bænda liðsmenn talíbana sem koma vörunni á markaði erlendis. Þannig fjármagna talíbanar að hluta til uppreisn sína en fjölmargir sjálfstæðir stríðsherrar hagnast einnig mjög á slíkum viðskiptum. Talíbanar bönnuðu í valdatíð sinni ópíumrækt og dróst hún þá mjög saman.

Gert er ráð fyrir að ópíum hafi verið ræktað á alls 172.600 hektörum í landinu á þessu ári sem er 61% aukning frá því í fyrra, að sögn embættismanna í Washington.