MANNRÆKTARSAMTÖKIN Höndin efna til málþings og fræðslufundar í neðri sal Áskirkju á þriðjudaginn kl. 20.30.

MANNRÆKTARSAMTÖKIN Höndin efna til málþings og fræðslufundar í neðri sal Áskirkju á þriðjudaginn kl. 20.30. Yfirskrift þingsins er "Jólakvíðinn" en þar verður meðal annars leitað svara við eftirfarandi spurningum: Er jólakvíðinn fylgifiskur jóla eða bábilja - hvað er til ráða? Eru jólin hátíð barnanna eða helsi einstaklinga og fjölskyldna þeirra?

Frummælandi er Jóhannes Jónsson í Bónus. Páll Eiríksson geðlæknir flytur hugleiðingu og séra Sigurður Jónsson erindið "Jólin koma!" Fundarstjóri er Kári Eyþórsson, ráðgjafi.