Volver Penelope Cruz og Pedro Almodovar með verðlaun sín.
Volver Penelope Cruz og Pedro Almodovar með verðlaun sín. — Reuters
ÞÝSKA kvikmyndin Das Leben der Anderen , eftir leikstjórann Florian Henckel von Donnersmarck, var valin besta kvikmynd ársins þegar Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru veitt í Varsjá um helgina.

ÞÝSKA kvikmyndin Das Leben der Anderen , eftir leikstjórann Florian Henckel von Donnersmarck, var valin besta kvikmynd ársins þegar Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru veitt í Varsjá um helgina.

Ulrich Mühe, sem lék aðalhlutverkið í myndinni, var valinn besti karlleikarinn en Penélope Cruz var valin besta leikkonan fyrir leik sinn í spænsku kvikmyndinni Volver eftir Pedro Almodóvar, sem valinn var besti leikstjórinn.

Von Donnersmarck fékk verðlaun fyrir besta handritið fyrir Das Leben der Anderen og Volver fékk áhorfendaverðlaun.

Þá voru Roman Polanski veitt sérstök heiðursverðlaun fyrir ævistarf sitt.