59,8 milljónir Fold er með í sölu einbýli, tvær íbúðir, 188,7 fm.
59,8 milljónir Fold er með í sölu einbýli, tvær íbúðir, 188,7 fm.
Reykjavík - Fasteignasalan Fold er með til sölu endurnýjað einbýlishús með bílskúr Nýir mahogany gluggar með hljóðeinangrandi k-gleri eru í húsinu, gólfhiti á hæðum með varmaskipti.

Reykjavík - Fasteignasalan Fold er með til sölu endurnýjað einbýlishús með bílskúr

Nýir mahogany gluggar með hljóðeinangrandi k-gleri eru í húsinu, gólfhiti á hæðum með varmaskipti. Allar lagnir eru nýjar, hitalagnir, neysluvatnslagnir, dren, skólplagnir út að götu ásamt með öllum raflögnum í húsinu. Rafmagnstafla er einnig ný. Öll gólfefni í húsinu er ný, um er að ræða gæðaflísar og ask-parket. Hiti er í þakrennum, niðurföllum, stéttum og báðum útitröppunum, sem eru einnig lagðar grófum hálkuvörðum flísum. Húsið er allt nýmálað að utan. Húsið er með tveimur fastanúmerum, einu fyrir kjallara og öðru fyrir aðalhæð ásamt risi. Þar af leiðandi eru tveir sérinngangar í húsið. Kjallari er skráður 64,7 fm, efri hæð og ris 98,4 fm að viðbættum 25,6 fm bílskúr.

Í kjallara er stórt svefnherbergi, stór stofa með geymslu inn af, stórt eldhús með borðkrók, auk útigeymslu undir útitröppunum.

Á aðalhæð er komið inn í forstofu og forstofuherbergi, síðan komið inn í hol, sem er miðja hússins, allt flísalagt. Svefnherbergi með nýjum fataskápum, þar er askparket. Stofan er með samskonar parketi og flísum að hluta. Eldhús og borðstofa eru samtengd og með flísum á gólfi. Eldhúsið er með vönduðum innbyggðum tækjum frá Miele, innrétting er hvít að lit, borðplötur úr gegnheilu mahogany, halogen lýsing milli skápa. Þá er gestasnyrting með sturtu. Teppalagður stigi er upp á rishæð. Þar er alrými með stórum suðurglugga. T.v. er baðherbergi með innréttingu, stóru baðkari og flísum, lögn fyrir þvottavél. T.h. við baðherbergi er fataherbergi. Síðan kemur rými fyrir t.d. vinnuherbergi. Stórt hjónaherbergi er undir súð með halogen lýsingu, eins og allt loftið. Risinu hefur verið lyft að hluta og settur þar stór suðurgluggi, einnig var loftið og þakið einangrað upp á nýtt, og klætt með eld og rakavörðu gipsi. Allar lagnir endurnýjaðar.

Bílskúr er með nýju þaki, rennum, lögnum og sjálfvirkum dyraopnara. Garður er með stórum trjám og tjörn með gosbrunni.

Tvö fastanúmer eru á eigninni, til greina kemur að selja hana í tveimur hlutum eða heilu lagi. Ásett verð á jarðhæð er 19,9 milljónir. Sérhæð ásamt risi er á 39,9 milljónir. Þar með er ásett verð á heildareigninni 59,8 milljónir.