"ÉG veit ekki hvað gerðist hjá okkur í seinni hálfleik. Við mættum alveg steinsofandi til leiks og Haukarnir gengu á lagið.
"ÉG veit ekki hvað gerðist hjá okkur í seinni hálfleik. Við mættum alveg steinsofandi til leiks og Haukarnir gengu á lagið. Við náðum ekki að láta boltann ganga í sókninni og vörnin var alveg skelfilega léleg hjá okkur í seinni hálfleik," sagði Framarinn Jóhann Gunnar Einarsson við Morgunblaðið. ,,Haukarnir voru grimmir og við vissum það að þeir kæmu dýrvitlausir enda komnir með bakið upp að veggnum. Við höfðum fín tök á leiknum í fyrri hálfleik en í þeim seinni fór allt í vaskinn og það er eitthvað sem við verðum að laga."