Aron Kristjánsson
Aron Kristjánsson
ARON Kristjánsson, þjálfari danska handknattleiksliðsins Skjern, fagnaði stórsigri á heimavelli í gær þegar lið hans mætti Sävehof frá Svíþjóð, 39:28. Leikmenn Skjern höfðu búið sig undir afar erfiðan leik en raunin varð önnur.

ARON Kristjánsson, þjálfari danska handknattleiksliðsins Skjern, fagnaði stórsigri á heimavelli í gær þegar lið hans mætti Sävehof frá Svíþjóð, 39:28. Leikmenn Skjern höfðu búið sig undir afar erfiðan leik en raunin varð önnur. Þeir léku sér að Svíunum eins köttur að mús, voru með sjö marka forskot í hálfleik, 22:15, og innbyrtu að lokum 11 marka sigur. Sigurinn var Skjern afar kærkominn eftir misjafnan árangur í dönsku úrvalsdeildinni.

Vignir Svavarsson var meðal bestu manna Skjern. Hann var fastur fyrir í vörninni og skoraði auk þess fimm mörk af línunni. Vilhjálmur Halldórsson skoraði eitt mark fyrir Skjern en Jón Þorbjörn Jóhannsson tók ekki þátt í leiknum sökum meiðsla.

Leikmenn Skjern sækja Sävehof heim til Svíþjóðar í síðari leikinn á næsta sunnudag.