GUÐNI Emilsson vann tvenn silfurverðlaun og ein bronsverðlaun á Norðurlandameistaramóti unglinga í sundi sem fram fór í Tampere í Finnlandi um helgina. Guðni krækti í fyrra silfrið í 50 m bringusundi á laugardag þegar hann kom í mark á 28,97 sekúndum.

GUÐNI Emilsson vann tvenn silfurverðlaun og ein bronsverðlaun á Norðurlandameistaramóti unglinga í sundi sem fram fór í Tampere í Finnlandi um helgina. Guðni krækti í fyrra silfrið í 50 m bringusundi á laugardag þegar hann kom í mark á 28,97 sekúndum. Í gær hlaut hann silfurverðlaunin í 100 m bringusundi, kom í mark á 1.02,99 mínútum Þetta er jafnframt piltamet. Á laugardagsmorgun hlaut Guðni þriðja sætið í 200 m bringusundi.

Rakel Gunnlaugsdóttir vann bronsverðlaun í 200 m bringusundi.

Hrafnhildur Lúthersdóttir vann silfurverðlaun í 100 m bringusundi. Hún kom í mark á 1.12,53. Rakel varð í 5. sæti í sömu grein.

Hrafnhildur krækti í önnur verðlaun sína á mótinu þegar hún hreppti bronsverðlaun, þriðja sæti, í 50 m bringusundi, synti á 33,94 sekúndum.

Olga Sigurðardóttir bætti sinn fyrri árangur í 400 m skriðsundi er hún kom í mark sjötta á 4.30,20 mínútum. Olga keppti jafnframt í 200 m skriðsundi og var nærri sínum besta árangri, synti á 2.09,88 mínútum sem er 70/100 úr sekúndum frá hennar besta. Þriðja greinin sem Olga tók þátt í var 800 m skriðsund. Þar varð hún í sjöunda sæti á 9.29,85 mínútum. EM fullorðinna í 25 m laug fer fram á sama stað um næsta helgi. Þá keppa fjórir Íslendingar; Örn Arnarson, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Anja Ríkey Jakobsdóttir og Jóhann Gerða Gústafsdóttir.