— Reuters
Átta erlendir ferðamenn og fjórir Marokkómenn létu lífið í gær í bílslysi í marokkóska bænum Benguerir, um 60 kílómetra norðan við Marrakesh, auk þess sem tugir slösuðust, þar af fjórir alvarlega. Sjö hinna látnu voru franskir og einn var sænskur.
Átta erlendir ferðamenn og fjórir Marokkómenn létu lífið í gær í bílslysi í marokkóska bænum Benguerir, um 60 kílómetra norðan við Marrakesh, auk þess sem tugir slösuðust, þar af fjórir alvarlega. Sjö hinna látnu voru franskir og einn var sænskur. Rútan var í eigu franskrar ferðaskrifstofu. Mun hún hafa lent í árekstri við vörubíl sem notaður var við vegagerð. Hér sést þegar verið er að fjarlægja brak rútunnar.