RAFORKUNOTKUN á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi í desember er að meðaltali tvöföld á við það sem hún er í ágúst, samkvæmt tölum frá Orkuveitu Reykjavíkur.
RAFORKUNOTKUN á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi í desember er að meðaltali tvöföld á við það sem hún er í ágúst, samkvæmt tölum frá Orkuveitu Reykjavíkur. Jólaljósin eru meðal skýringarþátta, auk þess sem verslanir eru opnar lengur, fólk stendur í bakstri og framleiðsla margra fyrirtækja nær hámarki fyrir jólin. Sé venjuleg tíu metra löng, 20 watta ljósaslanga látin loga allan sólarhringinn frá fyrsta desember til 6. janúar nemur kostnaðurinn fyrir eigandann rúmum 1.400 krónum. | 20