AKER Kværner, fyrirtæki norska kaupsýslumannsins Kjell Inge Røkke mun greiða hluthöfum arð sem nemur 30 krónum norskum á hlut, eftir að búið er að selja dótturfélag.

AKER Kværner, fyrirtæki norska kaupsýslumannsins Kjell Inge Røkke mun greiða hluthöfum arð sem nemur 30 krónum norskum á hlut, eftir að búið er að selja dótturfélag.

Alls mun þessi arðgreiðsla nema um helmingi af hagnaði félagsins eða 1,6 milljörðum norskra króna, jafnvirði 17,6 milljarða íslenskra króna.

Í tilkynningu til kauphallarinnar í Ósló tilkynnir Aker Kværner, að félagið ætli að selja dótturfélagið Pulping & Power og muni í kjölfarið greiða út þennan arð.

Aker ASA á 50% hlut í Aker Kværner og fjárfestingarfélag Røkkes, Aker RGI Holding, á 66,66% í Aker ASA.

Að sögn fréttavefjar Aftenposten verður hlutur Røkkes sjálfs í arðgreiðslunni því rúmlega 500 milljónir norskra króna, jafnvirði 5,5 milljarða íslenskra króna.