Bestir Brasilíumenn fagna sigri.
Bestir Brasilíumenn fagna sigri.
BRASILÍUMENN vörðu heimsmeistaratitilinn í blaki karla í gær þegar þeir lögðu Pólverja að velli á sannfærandi hátt, 3:0, í úrslitaleiknum í Japan. Hrinurnar enduðu 25:12, 25:22 og 25:17 og sigur brasilíska liðsins var aldrei í hættu.

BRASILÍUMENN vörðu heimsmeistaratitilinn í blaki karla í gær þegar þeir lögðu Pólverja að velli á sannfærandi hátt, 3:0, í úrslitaleiknum í Japan. Hrinurnar enduðu 25:12, 25:22 og 25:17 og sigur brasilíska liðsins var aldrei í hættu. Gilberto Godoy, sem skoraði 12 stig fyrir Brasilíumenn í úrslitaleiknum, var útnefndur besti leikmaður keppninnar.

Búlgarar hrepptu bronsverðlaunin með því að sigra Serbíu-Svartfjallaland, 3:1, og Evrópumeistarar Ítala sigruðu Frakka, 3:0, í leiknum um fimmta sætið.