Kristín Rós Hákonardóttir
Kristín Rós Hákonardóttir
KRISTÍN Rós Hákonardóttir hafnaði í 3. sæti eftir æsispennandi keppni í 100 m baksundi í sínum fötlunarflokki á 1.29,43 mínútum á heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi sem nú stendur yfir í Durban í Suður-Afríku. Eyþór Þrastarson hafnaði síðan í 11.

KRISTÍN Rós Hákonardóttir hafnaði í 3. sæti eftir æsispennandi keppni í 100 m baksundi í sínum fötlunarflokki á 1.29,43 mínútum á heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi sem nú stendur yfir í Durban í Suður-Afríku.

Eyþór Þrastarson hafnaði síðan í 11. sæti í 100 m skriðsundi, synti 1.12,10 mín., og Sonja Sigurðardóttir varð í 13. sæti í 50 m skriðsundi á tímanum 50,96 sek.

Sonja keppir í flokki S5 og Eyþór í flokki S11. Flokkar B11 - B13 eru flokkar blindra og sjónskertra og S1 - S10 flokkar hreyfihamlaðra.

Kristín Rós hafnaði í sjötta sæti í 100 m skriðsundi á 1.29,39 mín. Eyþór varð sjötta sæti í 400 m skriðsundi á 5.41,81 mín og í sjöunda sæti í 100 m baksundi á tímanum 1.28,76 mín.

Keppni heldur áfram í dag.