Frank Rijkaard
Frank Rijkaard
FRANK Rijkaard, þjálfari Barcelona, og aðrir í herbúðum liðsins óttast viðureignina við Werder Bremen í Meistaradeild Evrópu á morgun í Barcelona. Sigur verður að vinnast ef Barcelona ætlar sér að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

FRANK Rijkaard, þjálfari Barcelona, og aðrir í herbúðum liðsins óttast viðureignina við Werder Bremen í Meistaradeild Evrópu á morgun í Barcelona. Sigur verður að vinnast ef Barcelona ætlar sér að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Barcelona lék ekki vel í deildarleik gegn Levante á laugardaginn. Rijkaard segir að það sé ekki hægt að bera leikinn gegn Levante saman við viðureignina við Werder. "Hér er um allt annað verkefni að ræða og við vitum að það er ekki hægt að bjóða upp á nema það besta gegn Werder ef við ætlum okkur áfram. Við hefjum okkar undirbúning fyrir viðureignina við Bremen á mánudag og Ronaldinho, sem var hvíldur í leiknum gegn Levante, mun leika stórt hlutverk í undirbúningi okkar.

Það dugar ekkert annað en sigur gegn Werder og við munum búa okkur undir leikinn með það hugfast - það verður ekkert gefið eftir. Við ætlum okkur áfram og vera með í sextán liða úrslitunum. Róðurinn verður erfiður þar sem margir mjög sterkir leikmenn leika með Werder - leikmenn sem ætla sér áfram eins og við," sagði Rijkaard, sem var spurður um ákvörðun sænska landsliðsmannsins Larsson - að ganga til liðs við Manchester United. "Ég vil óska honum og United til hamingju. Larsson er frábær leikmaður, sem gerði stórkostlega hluti hjá okkur. Ég vona að honum gangi vel sem leikmaður með Manchester United."