[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Vatn er skemmtilegt fyrirbæri. Það gefur frá sér róandi hljóð þegar það kemst á hreyfingu, um leið og það gefur frá sér raka.

Vatn er skemmtilegt fyrirbæri. Það gefur frá sér róandi hljóð þegar það kemst á hreyfingu, um leið og það gefur frá sér raka. Löngum hefur verið talið að hljóð frá rennandi læk eða á sé kraftmikið endurnæringarafl, hvort heldur sem er fyrir líkama eða sál. Allt frá tímum Rómverja hafa gosbrunnar verið settir upp í híbýlum manna, þeim til yndisauka og fegrunar. Hreyfing vatns hefur öldum saman verið einn stærsti þátturinn í slökun og ræktun mannsandans, enda er vatn eitt af undirstöðum Feng Shui hugmyndafræðinnar sem gengur út á jafnvægi og afslappað umhverfi. Það er því löngu vitað að hljóð frá örlitlu vatnsgutli hafi róandi áhrif og með litlum innigosbrunni er nú einfalt að koma því við í heimahúsum. Innigosbrunnar hafa einnig annan góðan kost - þeir eru öflugt rakatæki. Hreyfingin á vatninu eykur rakauppsöfnunina í andrúmsloftinu. Það er mjög mikilvægt að hafa rakastigið í lagi, sérstaklega í svefnherbergjum þar sem það getur haft bein áhrif á svefn fólks. Innigosbrunnar gera þetta hvort tveggja, að róa mannsandann um leið og þeir bæta rakastigið innanhúss.

Innigosbrunnar eru fáanlegir í fjölmörgum útfærslum. T.d. býður fyrirtækið Gosbrunnar.is upp á mjög breitt úrval af innigosbrunnum. Þar má finna hefðbundna Feng Shui innigosbrunna, þar sem náttúrulegir bergkristallar, saltsteinar og kalksteinar auka enn frekar á slökunar-, og að mati sumra, lækningamátt vatnsins. Fyrirtækið er með úrval innigosbrunna af öllum stærðum og gerðum og má þar meðal annars nefna keramikbrunna, steinbrunna úr náttúrulegum flögusteinum, koparbrunna og glerskálar með reykvél, svo eitthvað sé nefnt.