RANNSÓKN er hafin á málsatvikum þegar maður fékk hjartaáfall í vörslu lögreglu aðfaranótt sunnudagsins 26. nóvember sl. en maðurinn lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi á laugardag.

RANNSÓKN er hafin á málsatvikum þegar maður fékk hjartaáfall í vörslu lögreglu aðfaranótt sunnudagsins 26. nóvember sl. en maðurinn lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi á laugardag.

Embætti ríkissaksóknara hefur nú fengið málið til meðferðar, segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni í Reykjavík. Hann segir það hefðbundin vinnubrögð þegar rannsaka þarf atvik tengd lögreglu, og það þýði ekki að grunur sé um eitthvað óeðlilegt. Maðurinn gekk berserksgang á hóteli í Reykjavík aðfaranótt 26. nóvember, og þurfti fimm lögregluþjóna til að handtaka hann. Grunur leikur á að maðurinn hafi verið undir áhrifum fíkniefna en fíkniefni fundust í herbergi hans.

Maðurinn fékk hjartaáfall í lögreglubíl þegar hann átti skammt eftir ófarið á lögreglustöðina og voru tveir lögreglumenn viðstaddir. Sjúkraliðum tókst að bjarga lífi mannsins en hann lést síðar á sjúkrahúsi.