— Reuters
Íbúar Ríó de Janeiro í Brasilíu geta ekki aðeins hreykt sér af stærstu kjötkveðjuhátíð heims heldur líka stærsta, fljótandi jólatré heims. Tréð er á hæð við 27 hæða byggingu og skreytt 2,8 milljónum ljósa.

Íbúar Ríó de Janeiro í Brasilíu geta ekki aðeins hreykt sér af stærstu kjötkveðjuhátíð heims heldur líka stærsta, fljótandi jólatré heims.

Tréð er á hæð við 27 hæða byggingu og skreytt 2,8 milljónum ljósa. Þá eru 27 ljósaskilti á trénu sem sýna þekktustu kennileiti Brasilíu. Kveikt var á trénu í gær við mikinn fögnuð borgarbúa sem fengu líka glæsilega flugeldasýningu.