Eymar Krüger
Eymar Krüger
EYMAR Krüger skytta hjá Fylki var síður en svo ánægður eftir tapið gegn Val í úrvalsdeildinni í handknattleik á laugardaginn. "Þetta var mjög lélegt hjá okkur. Við stóðum ekki vörnina og yfirleitt ekki neitt og vorum ekkert í sambandi við leikinn.

EYMAR Krüger skytta hjá Fylki var síður en svo ánægður eftir tapið gegn Val í úrvalsdeildinni í handknattleik á laugardaginn. "Þetta var mjög lélegt hjá okkur. Við stóðum ekki vörnina og yfirleitt ekki neitt og vorum ekkert í sambandi við leikinn. Það fór mikil orka í byrjunina og svo virtist púðrið búið, við vorum hugmyndasnauðir og þetta var bara mjög lélegt," sagði Eymar eftir leikinn og þó hann teldi sig ekki vita með vissu hvað þyrfti til að snúa gengi liðsins við hafði hann sínar hugmyndir. "Við getum betur en ég veit ekki alveg hvað til þarf, það gæti verið að berjast meira eins og við gerðum í fyrstu leikjunum en það hefur alveg vantað.

Við höfum verið óheppnir að undanförnu og misst niður leiki sem við vorum langt komnir með að vinna en töpuðum niður á síðustu fimm mínútunum. Nú þarf að brosa og berjast, því þetta er ekki búið, og vinna ÍR í næsta leik."