Fidel Castro, leiðtogi Kúbu.
Fidel Castro, leiðtogi Kúbu.
Havana. AFP. | Fidel Castro Kúbuleiðtogi var ekki viðstaddur upphaf hátíðarhalda á aðaltorgi Havana á laugardag í tilefni af 80 ára afmæli hans. Mikil hersýning var í tilefni dagsins en Castro hefur verið forseti Kúbu í 47 ár.

Havana. AFP. | Fidel Castro Kúbuleiðtogi var ekki viðstaddur upphaf hátíðarhalda á aðaltorgi Havana á laugardag í tilefni af 80 ára afmæli hans. Mikil hersýning var í tilefni dagsins en Castro hefur verið forseti Kúbu í 47 ár. Hann gekkst undir skurðaðgerð í júlí sl. og tók þá bróðir hans, Raul, tímabundið við forsetaembættinu. Bandarískir embættismenn segjast vera sannfærðir um að leiðtoginn sé með krabbamein. Raul Castro notaði tækifærið á laugardag til að bjóða Bandaríkjamönnum til viðræðna um deilur ríkjanna en þær yrðu að vera "á jafnréttisgrundvelli" og báðir aðilar að lofa að blanda sér ekki í innanlandsmálefni hvor annars.

Hersýningin í Havana á laugardag hófst með því að Raul Castro var ekið í herjeppa um torgið. Sýnt var sovésk-smíðaðir skriðdrekar, eldflaugavörpur og MiG-þotur.