<strong>Hvítur á leik. </strong>
Hvítur á leik.
Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Barcelona. Kúbverski stórmeistarinn Lenier Dominguez (2.655) hafði fyrir níundu og lokaumferðina fengið 7 vinninga en Úkraínumaðurinn snjalli, Vassily Ivansjúk (2.

Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Barcelona. Kúbverski stórmeistarinn Lenier Dominguez (2.655) hafði fyrir níundu og lokaumferðina fengið 7 vinninga en Úkraínumaðurinn snjalli, Vassily Ivansjúk (2.741) , kom í humátt á eftir með 6½ vinning. Stálin stinn mættust í úrslitaskák í síðustu umferð og hafði Kúbverjinn teflt djarft með hvítu og nú bar sú strategía ávöxt: 23. Hxg7! Hxg7 24. Hxg7 Hf1+ svartur hefði ella orðið mát eftir 24....Kxg7 25. Dg6+. 25. Bxf1 Kxg7 26. Bd3 hvítur hefur nú unnið tafl þar eð staða svarta kóngsins er ótrygg. Þó að svartur hafi varist fimlega bar hvítur sigur úr býtum eftir 69 leiki.