Mozart
Mozart
TÓNLISTARNEMAR á Ísafirði minnast dánardags Mozarts með tónleikum í Hömrum á Ísafirði annað kvöld kl. 20. Á þessu ári eru liðin 250 ár frá fæðingu Mozarts, en hann fæddist í Salzburg 27. janúar 1756 og lést aðfaranótt 5. desember 1791.

TÓNLISTARNEMAR á Ísafirði minnast dánardags Mozarts með tónleikum í Hömrum á Ísafirði annað kvöld kl. 20.

Á þessu ári eru liðin 250 ár frá fæðingu Mozarts, en hann fæddist í Salzburg 27. janúar 1756 og lést aðfaranótt 5. desember 1791.

Á tónleikunum verða flutt einsöngslög og dúettar, einleiksverk og dúettar fyrir píanó, flautuverk og gítartríó auk fleira efnis.

Jónas Tómasson tónskáld verður kynnir kvöldsins. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill.