Hljómsveitinni Mammút hefur verið boðið að koma fram á hinni virtu tónlistarhátíð South by South West í Austin Texas í Bandaríkjunum sem fer fram í mars 2007.

Hljómsveitinni Mammút hefur verið boðið að koma fram á hinni virtu tónlistarhátíð South by South West í Austin Texas í Bandaríkjunum sem fer fram í mars 2007.

Boðið kom í kjölfar vel heppnaðra tónleika í Manchester Englandi á hinni þekktu INTHECITY tónlistarhátíð þar sem Mammút komu fram á sérstöku Íslensku tónleikakvöldi sem var haldið í fyrsta sinn í ár.

Mammút meðlimir eru að svo stöddu að semja ný lög fyrir sína aðra breiðskífu og má vænta að upptökur fari fram snemma á árinu 2007.