[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Lærisveinar Dags Sigurðssonar hjá austurríska handknattleiksliðinu Bregenz unnu UHK Krems , 24:32, í austurrísku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Bregenz er efst í deildinni, hefur 22 stig að loknum 12 leikjum.

Lærisveinar Dags Sigurðssonar hjá austurríska handknattleiksliðinu Bregenz unnu UHK Krems , 24:32, í austurrísku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Bregenz er efst í deildinni, hefur 22 stig að loknum 12 leikjum. Dagur hefur lagt skóna á hilluna og ekkert leikið með liðinu það sem af er leiktíðinni.

Tryggvi Haraldsson skoraði fjögur mörk og Karl Jóhann Gunnarsson eitt þegar lið þeirra, Ribe , tapaði fyrir Stoholm Håndbold , 27:36, í næst efstu deild danska handknattleiksins. Hafsteinn Ingason lék ekki með Ribe að þessu sinni þar sem hann tók út leikbann. Ribe er í 10. sæti af 14 liðum með 11 stig að loknum 12 leikjum.

Arnar Freyr Theódórsson gerði aðeins eitt mark fyrir lið sitt HF Mors þegar það lagði Horsens HK , 31:30, í hörkuleik í næst efstu deild danska handknattleiksins á föstudagskvöld. HF Mors er í þriðja sæti deildarinnar með 17 stig eftir 11 leiki.

Halldór Ingólfsson skoraði ekki mark þegar lið hans Stavanger tapaði, 33.24, fyrir Fyllingen í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Stavanger situr sem fyrr á botni deildarinnar með 2 stig eftir 9 leiki.

Ekki gekk Arnari Jóni Agnarssyni og samherjum hans hjá Stord betur. Þeir töpuðu fyrir Kragerö , 21:28, á heimavelli í norsku úrvalsdeildinni. Arnar Jón skoraði þrjú mörk. Stord er í sjötta sæti með 8 stig þegar liðið hefur leikið 9 leiki.

Sigurður Ari Stefánsson skoraði átta mörk og var markahæstur hjá Elverum þegar liðið tapði 35:25, fyrir Vestli í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Hörður Flóki Ólafsson lék í marki Elverum sem er þjálfað af Axel Stefánssyni , fyrrverandi þjálfara Þórs á Akureyri . Elverum er í 9. sæti deildarinnar með 4 stig en tólf lið leika í norsku úrvalsdeildinni.

Kristinn Björgúlfsson og félagar í Runar unnu tvo mikilvæga sigra í næst efstu deild norska handknattleiksins um helgina. Á laugardag lagði Runar liðsmenn Nærbo , 43:25, á útivelli. Í gær sótti Runar lið Kristiansand heim og vann 31:23. Runar komst þar með í efsta sæti deildarinnar, hefur 14 stig að loknum 9 leikjum eins Romerike Håndball og Bodö . Stefnir í hörkukeppni á milli þessara liða um sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Heiðmar Felixson náði sér ekki á strik í liði Burgdorf þegar það tapaði fyrir Füchse Berlin , 32:28, í norðurhluta þýsku 2. deildarinnar í handknattleik í gær en Berlínarliðið er efst og ósigrað í deildinni eftir 13 leiki. Heiðmar hefur ekki jafnað sig á veikindum og gat því ekki leikið af fullum styrk og sagði þjálfari liðsins eftir leikinn að það hefði munað miklu fyrir liðið að hafa ekki Heiðmar heilan heilsu. Hann skoraði fjögur mörk.