Jón Stefánsson fæddist í Vestra-Stokkseyraseli í Árnessýslu 28. október 1919. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 1. nóvember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Bústaðakirkju í 7. nóvember.

Fallinn er frá föðurbróðir minn Jón Stefánsson 87 ára gamall. Leiðir okkar hafa legið saman frá því að ég man fyrst eftir mér. Jón giftist frænku minni í móðurætt, Sigríði Ingimundardóttur. Hún lést 7. maí 1997 og alla tíð mikil og góð samskipti á milli þessara fjölskyldna. Nonni og Sigga voru þau kölluð og voru mjög samrýnd hjón.

Maður sagði ekki Nonni nema að segja líka Sigga, það var bara þannig.

Nonni var harðduglegur maður og alltaf tilbúinn að skjótast hvert sem var. Hann var líka skemmtilegur og jákvæður sem kom best í ljós við veikindi og ástvinamissi, því ekki er lífið alltaf dans á rósum. Þá brást minn ekki. Ég gæti skrifað margt og mikið um hann frænda minn en ætla að geyma minningarnar fyrir mig og mína fjölskyldu.

Ég votta fjölskyldunni samúð mína.

Kveð Jón föðurbróður minn.

Blessuð sé minning hans.

Svava Ólafsdóttir.