Kári Kristján Kristjánsson
Kári Kristján Kristjánsson
,,ÞETTA var fínn leikur hjá okkur og við sýndum gríðarlegan góðan karakter í seinni hálfleiknum.

,,ÞETTA var fínn leikur hjá okkur og við sýndum gríðarlegan góðan karakter í seinni hálfleiknum. Það var alveg lífsnauðsynlegt fyrir okkur að ná tveimur stigum og ekki leiðinlegt að taka Framarana öðru sinni í vetur," sagði línumaðurinn Kári Kristjánsson, Eyjamaðurinn í liði Hauka sem átti mjög góðan leik í vörn sem sókn.

,,Við ætlum okkur að vera með í toppbaráttunni. Fyrsta umferðin hjá okkur var alveg hræðileg en ég finn að við erum á uppleið. Við settum okkur ný markmið og ég held að við höfum náð að slá Framarana út af laginu með þeirri föstu og hreyfanlegu vörn sem við náðum upp í seinni hálfleik. Þessi sigur gefur okkur aukið sjálfstraust og nú ætlum við að halda þessum dampi áfram. Við erum með gott lið og fína breidd og ég held að þetta hafi verið besti leikur okkar á tímabilinu," sagði Kári sem skoraði sex mörk fyrir Haukana.