Tónlistarmaðurinn Sir Paul McCartney viðurkennir, að hann hafi leitað hjálpar hjá sálfræðingi vegna álagsins, sem fylgt hefur skilnaði hans og Heather Mills .

Tónlistarmaðurinn Sir Paul McCartney viðurkennir, að hann hafi leitað hjálpar hjá sálfræðingi vegna álagsins, sem fylgt hefur skilnaði hans og Heather Mills .

"Það er ekki slæm hugmynd að tala við einhvern," segir McCartney við tímaritið Radio Times.

Hann segist einnig sækja huggun í tónlistina. "Ef maður er svo heppinn að geta samið tónlist þá er hægt að fara heim og setjast í hornið og vinna sig út úr vandamálunum."

Heather Mills hefur hótað þremur breskum dagblöðum lögsókn vegna frétta, sem birtust og sagðar voru byggðar á skjölum sem Heather hefði lagt fram í skilnaðarrétti. Þar var haft eftir Heather, að McCartney hefði beitt hana ofbeldi og notaði fíkniefni.