LÖGREGLAN á Akranesi hafði afskipti af ungum manni í fyrrinótt sem grunaður var um að hafa fíkniefni í fórum sínum. Við leit á manninum fundu lögreglumenn 5,6 grömm af ætluðu amfetamíni.
LÖGREGLAN á Akranesi hafði afskipti af ungum manni í fyrrinótt sem grunaður var um að hafa fíkniefni í fórum sínum. Við leit á manninum fundu lögreglumenn 5,6 grömm af ætluðu amfetamíni. Maðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöð þar sem hann var yfirheyrður vegna málsins. Hann játaði að eiga fíkniefnin og var frjáls ferða sinna að yfirheyrslu lokinni, og telst málið upplýst.