Stefán Jón Hafstein
Stefán Jón Hafstein
STEFÁN Jóhann Hafstein, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, tilkynnti í gær, að hann hygðist taka sér tveggja ára leyfi frá störfum fyrir borgina frá og með fyrsta febrúar nk.

STEFÁN Jóhann Hafstein, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, tilkynnti í gær, að hann hygðist taka sér tveggja ára leyfi frá störfum fyrir borgina frá og með fyrsta febrúar nk., á meðan hann sinnir verkefnisstjórn í Namibíu fyrir Þróunarsamvinnustofnun Íslands.

Aðspurður um í hverju starf hans í Namibíu myndi felast sagði Stefán í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að um væri að ræða verkefni sem væru tengd samfélagsþjónustu.

"Það er sérstaklega horft til fólks sem býr við þröngan kost, meðal annars vegna breyttra lifnaðarhátta," sagði Stefán. "Mitt starf mun m.a. lúta að fullorðinsfræðslu og uppbyggingu vatnsbóla."

Úrslit kosninganna höfðu áhrif

Að sögn Stefáns var aðdragandi þessa sá, að hann sá stöðuna auglýsta. Hann viðurkennir, að úrslit síðustu kosninga hafi haft áhrif, ábyrgð hans sé nú minni en áður. Hann hafi kynnt sér stöðuna og talið reynslu sína geta nýst "mjög vel".

"Oddný Sturludóttir muna taka mitt sæti. Varamenn okkar í borgarstjórn eru mjög hæfir til að bera ábyrgð á auknum verkefnum. Ég get treyst því, að þau standi sína pligt."