Gjafmild Fulltrúar frá Mæðrastyrksnefnd veittu gjöfunum viðtöku úr hendi Strákanna, Stelpnanna og Svínasúpugengisins.
Gjafmild Fulltrúar frá Mæðrastyrksnefnd veittu gjöfunum viðtöku úr hendi Strákanna, Stelpnanna og Svínasúpugengisins.
NÚ FYRIR jólin komu út á mynddiskum nýjustu þáttaraðir gamanþáttanna Stelpurnar , Strákarnir og Svínasúpan sem allir voru sýndir á Stöð 2 í vetur. Mynddiskarnir hafa allir selst mjög vel, hver í yfir fimm þúsund eintökum.

NÚ FYRIR jólin komu út á mynddiskum nýjustu þáttaraðir gamanþáttanna Stelpurnar , Strákarnir og Svínasúpan sem allir voru sýndir á Stöð 2 í vetur. Mynddiskarnir hafa allir selst mjög vel, hver í yfir fimm þúsund eintökum.

Af því tilefni var leikurum og aðstandendum þáttanna afhentir gulldiskar síðastliðinn laugardag en gullsala miðast við að fimm þúsund eintök séu seld.

Afhendingin fór fram í húsnæði Hjálparstarfs kirkjunnar og Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur en við sama tækifæri var Mæðrastyrksnefnd afhent eintök af þessum mynddiskum og spurningaspilið Meistarann til að gefa þeim fjölskyldum sem neyðast til að leita aðstoðar við að halda jólin.

Þetta er ennfremur gert til að minna sérstaklega á það góða og mikilvæga starf sem Mæðrastyrksnefnd vinnur í þágu íslensks samfélags á aðventunni, að því er segir í fréttatilkynningu frá 365.