— Morgunblaið/RAX
FÉLAGAR í þverpólitíska áhugahópnum Sól í straumi hittu Rannveigu Rist, forstjóra Alcans á Íslandi, í gær og skiluðu DVD-diskum sem Alcan hafði sent Hafnfirðingum á miðvikudag.

FÉLAGAR í þverpólitíska áhugahópnum Sól í straumi hittu Rannveigu Rist, forstjóra Alcans á Íslandi, í gær og skiluðu DVD-diskum sem Alcan hafði sent Hafnfirðingum á miðvikudag. Ástæða heimsóknarinnar í gær var megn óánægja félaga í Sól í straumi með gjöfina sem áhugahópurinn telur vera áróðursbragð til að kaupa velvilja Hafnfirðinga í tengslum við atkvæðagreiðslu bæjarbúa um stækkun álversins. Af hálfu Alcans var diskurinn hins vegar hugsaður sem gjöf á 40 ára afmæli Alcans.

Pétur Óskarsson hjá Sól í straumi sagði Rannveigu hafa tekið vel á móti hópnum, um 15 manns með um 25 diska, og boðið gestunum upp á kaffi og vöfflur og rætt málin. Var forstjóranum einnig afhentur gjafarammi með 10 rökum gegn stækkun álversins.