[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Kyung-Shin Yoon , handknattleiksmaðurinn hávaxni frá Suður-Kóreu , var einu marki frá því að jafna markametið í þýsku 1. deildinni á dögunum þegar hann skoraði 18 mörk í leik með Hamburg gegn Lemgo .
Kyung-Shin Yoon , handknattleiksmaðurinn hávaxni frá Suður-Kóreu , var einu marki frá því að jafna markametið í þýsku 1. deildinni á dögunum þegar hann skoraði 18 mörk í leik með Hamburg gegn Lemgo . Pólska stórskyttan Jerzy Klempel á metið en hann skoraði 19 mörk í leik með Göppingen gegn Hofweier í deildinni árið 1982.

Yoon sem er 33 ára gamall og hefur sex sinnum orðið markakóngur þýsku 1. deildarinnar, á góða möguleika á að verða markahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi áður en þetta keppnistímabil er úti. Hann hefur nú skorað alls 2.610 mörk í deildinni og vantar 50 í viðbót til að ná þeim markahæsta, Jochen Fraatz , sem skoraði 2.660 mörk fyrir Essen, Nordhorn og Lemgo .

Momir Ilic , einn af lykilmönnum þýska Íslendingaliðsins Gummersbach , handarbrotnaði í leik liðsins gegn Düsseldorf í 1. deildinni í fyrrakvöld. Ilic getur þar með ekki leikið með Serbíu í úrslitakeppni HM í handknattleik í næsta mánuði og óvíst er að hann verði klár í slaginn þegar þýska deildakeppnin hefst á ný að henni lokinni.

Svíar halda áfram að laða til sín bestu knattspyrnukonur heims. Norska landsliðskonan Ingvild Stensland frá Kolbotn , sem var ofarlega í kjöri knattspyrnukonu ársins í heiminum á dögunum, hefur nú skrifað undir árs samning við Kopparbergs/Göteborg . Ásthildur Helgadóttir , landsliðsfyrirliði Íslands , kaus Stensland í þriðja sæti í FIFA-kjörinu.

Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United hefur kallað til baka Ítalann unga, Giuseppe Rossi , sem verið hefur í láni hjá Newcastle undanfarna mánuði. Rossi, sem er 19 ára gamall framherji, lýkur vist sinni hjá Newcastle um helgina og verður orðinn liðsmaður Manchester United þann 1. janúar en þann sama dag sækir United lið Newcastle heim í úrvalsdeildinni.

Austurríkismaðurinn Michael Walchhofer fagnaði sigri á heimsbikarmóti í bruni karla sem fram fór í Bormio á Ítalíu í gær en Didier Cuche frá Sviss varð annar og Mario Scheiber frá Austurríki varð þriðji. Það munaði aðeins 1/100 úr sekúndu á Walchhofer og Cuche en þetta er fyrsti sigur Austurríkismanna á heimsbikarmóti í bruni karla á þessu keppnistímabili. Um 50 snjóbyssur hafa verið notaðar í um 50 daga samfellt á keppnisvæðinu í Bormio til þess að búa til snjó fyrir brunkeppnina en lítill sem enginn snjór hefur fallið úr lofti á undanförnum vikum.

Íslenska piltalandsliðið í handknattleik, skipað leikmönnum undir 19 ára, tapaði fyrir Þýskalandi , 18:22, í fyrsta leiknum á alþjóðlegu móti sem fram í Þýskalandi. Ólafur Bjarki Ragnarsson var markahæstur íslensku strákanna með 8 mörk.