Abbey Road Plötualbúmið á frímerki.
Abbey Road Plötualbúmið á frímerki. — Reuters
MYNDIR af sex plötualbúmum Bítlanna prýða frímerki sem verða gefin út í Bretlandi eftir áramót og verður þetta í fyrsta sinn sem þessi frægasta popphljómsveit heims birtist á frímerkjum.

MYNDIR af sex plötualbúmum Bítlanna prýða frímerki sem verða gefin út í Bretlandi eftir áramót og verður þetta í fyrsta sinn sem þessi frægasta popphljómsveit heims birtist á frímerkjum.

Bítlarnir hafa verið í sviðsljósinu vítt og breitt um heiminn í meira en fjóra áratugi, þó hljómsveitin hafi leyst upp 1970. Síðsumars völdu Bretar Bítlaplötuna Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band uppáhalds plötuna sína í könnun á vegum breska ríkisútvarpsins, BBC, í tilefni af því að 50 ár voru liðin frá því byrjað var að birta opinbera vinsældalista í landinu. Fyrir rúmum mánuði kom nýjasta Bítlaplatan, Love , út í Bretlandi, en um er að ræða tilraunakenndar endurhljóðblandanir tuttugu og sex kunnra Bítlalaga. Maðurinn á bak við plötuna er George Martin, oft kallaður "fimmti bítillinn" en Bítlana skipuðu John Lennon, sem var myrtur 1980, George Harrison, sem dó úr krabbameini 2001, Ringo Starr og Paul McCartney.