Ráðgáta Ýmislegt óvænt kemur í ljós þegar Baldur rannsakar lát föður síns.
Ráðgáta Ýmislegt óvænt kemur í ljós þegar Baldur rannsakar lát föður síns.
ÍSLENSKA spennumyndin Köld slóð verður frumsýnd í Smárabíói, Regnboganum, Háskólabíói, Borgarbíói á Akureyri og Selfossbíói í kvöld. Myndin hefst á því að öryggisvörður finnst látinn í einangraðri virkjun á hálendi Íslands.

ÍSLENSKA spennumyndin Köld slóð verður frumsýnd í Smárabíói, Regnboganum, Háskólabíói, Borgarbíói á Akureyri og Selfossbíói í kvöld.

Myndin hefst á því að öryggisvörður finnst látinn í einangraðri virkjun á hálendi Íslands.

Fyrst virðist vera um slys að ræða og því hefur blaðamaðurinn Baldur lítinn áhuga á fréttinni. Það breytist þó snarlega þegar móðir hans segir honum að látni maðurinn sé pabbinn, sem hann aldrei kynntist. Nú er forvitni Baldurs vakin fyrir alvöru og hann ákveður að komast á snoðir um hvað raunverulega leynist í klakaböndunum á þessum afvikna stað.

Með aðalhlutverk í myndinni fara Þröstur Leó Gunnarsson, Elva Ósk Ólafsdóttir, Hjalti Rögnvaldsson, Helgi Björnsson, Anita Briem, Tómas Lemarquis, Lars Brygmann, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir og Stefán Jónsson. Leikstjóri er Björn Br. Björnsson og handritið skrifaði Kristinn Þórðarson.