HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest farbann allt til 18. janúar yfir pólskum manni sem dæmdur var í 18 mánaða fangelsi fyrr í þessum mánuði fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku.

HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest farbann allt til 18. janúar yfir pólskum manni sem dæmdur var í 18 mánaða fangelsi fyrr í þessum mánuði fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku.

Maðurinn áfrýjaði dóminum til Hæstaréttar en formleg ákvörðun um það hafði ekki borist ríkissaksóknara 20. desember.

Féllust héraðsdómur og Hæstiréttur á það með ríkissaksóknara að brottför mannsins af landinu gæti tafið framgang málsins meðan áfrýjunarfresturinn liði og því væri nauðsynlegt að tryggja nærveru hans þar til fyrir liggur endanlega hvort dóminum verði áfrýjað.