HLUTABRÉF lækkuðu í verði í Kauphöll Íslands í gær. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,95% og var 6333 stig við lokun markaða. Gengi bréfa Nýherja hækkaði um 5,33%, en bréf Landsbanka lækkuðu um 2,26%.

HLUTABRÉF lækkuðu í verði í Kauphöll Íslands í gær. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,95% og var 6333 stig við lokun markaða.

Gengi bréfa Nýherja hækkaði um 5,33%, en bréf Landsbanka lækkuðu um 2,26%.

Gengi íslensku krónunnar styrktist um 0,81% í viðskiptum á millibankamarkaði í gær. Gengi Bandaríkjadollara er nú 71,20 krónur, gengi breska pundsins er 139,52 krónur og gengi evrunnar er 93,55 krónur.