Rio De Janeiro. AP. | Meðlimir glæpasamtaka í Brasilíu kveiktu í strætisvögnum og lögreglustöðvum í Rio De Janeiro í gær með þeim afleiðingum að að minnsta kosti 19 týndu lífi og 20 særðust.

Rio De Janeiro. AP. | Meðlimir glæpasamtaka í Brasilíu kveiktu í strætisvögnum og lögreglustöðvum í Rio De Janeiro í gær með þeim afleiðingum að að minnsta kosti 19 týndu lífi og 20 særðust.

Sjö manns fórust þegar kveikt var í strætisvagni, þrír lögreglumenn létust í átökunum og tveir borgarar voru skotnir til bana. Sjö meðlimir glæpasamtakanna létust í 12 skipulögðum árásum.

Árásirnar voru gerðar til að mótmæla innsetningu nýs ríkisstjóra 1. janúar nk. og hafði lögreglan varað við þeim fyrir nokkru.