Óskarsverðlaunaleikkonan Nicole Kidman og tónlistarmaðurinn Keith Urban eru sameinuð á ný. Þau dvelja um þessar mundir á heimili leikkonunnar í Sydney eftir að Urban útskrifaðist nýlega úr áfengismeðferð.

Óskarsverðlaunaleikkonan Nicole Kidman og tónlistarmaðurinn Keith Urban eru sameinuð á ný. Þau dvelja um þessar mundir á heimili leikkonunnar í Sydney eftir að Urban útskrifaðist nýlega úr áfengismeðferð.

Urban, sem er 39 ára, skráði sig sjálfviljugur í meðferð í Bandaríkjunum í október. Samkvæmt ástralskri fréttaveitu flaug hann hins vegar til Sydney sl. þriðjudag til fundar við Kidman, sem einnig er 39 ára gömul.

Ljósmyndari náði mynd af hjónunum þar sem þau leiddust en Kidman og Urban neituðu að segja nokkuð við fjölmiðla.

Kidman hefur verið í Sydney frá því fyrir jól þar sem hún vinnur að nýrri kvikmynd. Urban hefur ekki komið til borgarinnar síðan parið gifti sig þar í júní. Þau fluttu í kjölfarið til Nashville í Bandaríkjunum.