Manila. AFP. | Talið er að yfir 3.000 manns hafi látið lífið í náttúruhamförum á Filippseyjum á árinu, að sögn þarlendra yfirvalda í gær. Fjórir fellibyljir á síðustu þremur mánuðum ársins og nokkrar aurskriður kostuðu að minnsta kosti 1.

Manila. AFP. | Talið er að yfir 3.000 manns hafi látið lífið í náttúruhamförum á Filippseyjum á árinu, að sögn þarlendra yfirvalda í gær.

Fjórir fellibyljir á síðustu þremur mánuðum ársins og nokkrar aurskriður kostuðu að minnsta kosti 1.312 manns lífið og 1.859 til viðbótar eru taldir af, að sögn almannavarnastofnunar Filippseyja.

Talið er að 2.050 manns hafi farist í fellibyljunum fjórum og aurskriðum sem fylgdu þeim í október til desember.

Ennfremur er talið að 1.122 hafi látið lífið í aurskriðu sem féll á bæinn Guinsaugon á eyjunni Leyte eftir monsúnrigningar í febrúar.

Áætlað er að efnahagslega tjónið af völdum fellibyljanna og skriðufallanna nemi rúmum 20 milljörðum pesosa, sem samsvarar rúmum 30 milljörðum króna.