Í dagatali kirkjunnar er 29. desember helgaður minningu hl. Tómasar Beckets, erkibiskups af Kantaraborg. Vegna píslarvættisdauða Beckets varð Kantaraborg einn vinsælustu pílagrímsstaða miðaldanna.

Í dagatali kirkjunnar er 29. desember helgaður minningu hl. Tómasar Beckets, erkibiskups af Kantaraborg. Vegna píslarvættisdauða Beckets varð Kantaraborg einn vinsælustu pílagrímsstaða miðaldanna.

Richard Burton og Peter O'Toole leika ólíkt par í þessari dramatísku mynd frá 1964: Hinrik II, normannskan konung Englands og Tómas Becket, saxneskan sveitamann sem kemst til metorða fyrir tilstilli Hinriks konungs og verður kanslari Englands. Vináttusamband þeirra tveggja virðist verða takmarkalaust þar sem Becket þjónar kóngi sínum af alúð sem ráðgjafi og félagi í mörgum skemmtunum. En þegar Hinrik útnefnir vin sinn erkibiskup af Kantaraborg og yfirmann kirkjunnar í Englandi í því skyni að láta hana lúta stjórn sinni algjörlega fer allt á annan veg. Becket er sannkölluð meistaramynd og hefur hreppt mörg verðlaun (Academy Award). Sýningin hefst kl. 19.30 í safnaðarheimili Kristskirkju á Hávallagötu 16 og tekur 2 1/2 klukkutíma. Aðgangur er ókeypis og öllum frjáls meðan húsrúm leyfir.