ÁRAMÓTAUPPGJÖR menningarsmiðjunnar Populus tremula, sem staðsett er í kjallara Listagilsins á Akureyri, fer fram í kvöld.
ÁRAMÓTAUPPGJÖR menningarsmiðjunnar Populus tremula, sem staðsett er í kjallara Listagilsins á Akureyri, fer fram í kvöld. Hljómsveit hússins flytur valin lög eftir ástralska tónlistarmanninn Nick Cave en hljómsveitin er svo skipuð: Arnar Tryggvason, píanó og orgel, Atli Hafþórsson, bassi og trommur, Bárður Heiðar Sigurðsson, gítar, Guðmundur Egill Erlendsson, gítar, Hjálmar Stefán Brynjólfsson, bassi, og Kristján Pétur Sigurðsson, söngur. Uppgjörið hefst klukkan 22 en húsið verður opnað hálftíma fyrr. Aðgangur ókeypis.