DÓMNEFND Markaðarins , viðskiptablaðs Fréttablaðsins, hefur valið Hannes Smárason , forstjóra FL Group, mann ársins 2006 í viðskiptalífinu. Rætt er við hann í áramótablaði Markaðarins.

DÓMNEFND Markaðarins , viðskiptablaðs Fréttablaðsins, hefur valið Hannes Smárason , forstjóra FL Group, mann ársins 2006 í viðskiptalífinu. Rætt er við hann í áramótablaði Markaðarins.

Sama nefnd valdi sölu Björgólfs Thors Björgólfssonar á tékkneska símafélaginu cRA viðskipti ársins og verstu viðskiptin á árinu voru valin kaup Dagsbrúnar á Wyndeham Press í Bretlandi.

Við valið greiddi vel á annan tug sérfræðinga í viðskiptalífinu atkvæði.