KEITH Vassell, fyrrum leikmaður og þjálfari úrvalsdeildarliðs Fjölnis úr Grafarvogi, hefur ákveðið að leika með körfuknattleiksliði ÍR út leiktíðina.

KEITH Vassell, fyrrum leikmaður og þjálfari úrvalsdeildarliðs Fjölnis úr Grafarvogi, hefur ákveðið að leika með körfuknattleiksliði ÍR út leiktíðina. Vassell er íslenskur ríkisborgari og þarf ÍR-liðið ekki að gera neinar breytingar á leikmannahópi liðsins en bandaríski leikmaðurinn Nate Brown leikur með liðinu.

Vassell verður löglegur með ÍR þann 18. janúar n.k. en hann er 35 ára og leikur sem miðherji. Vassell er fæddur í Kanada og kom hann til KR árið 1997 og varð m.a. Íslandsmeistari með félaginu árið 2000. Hann lék um tíma með Hamri úr Hveragerði og nú síðast með Fjölni hér á landi, auk þess sem hann var atvinnumaður í Finnlandi.