TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN býður upp á veglega lokadagskrá á TM-svellinu á Ingólfstorgi á milli 17 og 20 í dag. Að dagskrá lokinni verður svellinu lokað en það var sett upp í tilefni af 50 ára afmæli TM hinn 7. desember síðastliðinn.

TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN býður upp á veglega lokadagskrá á TM-svellinu á Ingólfstorgi á milli 17 og 20 í dag. Að dagskrá lokinni verður svellinu lokað en það var sett upp í tilefni af 50 ára afmæli TM hinn 7. desember síðastliðinn.

Dagskráin hefst með því að djasshljómsveitin "Johnny and the rest", sem skipuð er ungum djassleikurum, leikur nokkur lög. Að því loknu eða klukkan 17:20 til 17:40 verða atriði úr leikritinu Skoppu og Skrítlu, sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu, á dagskrá. Þá tekur við söngatriði og eru það tenórarnir Davíð Ólafsson og Stefán Stefánsson sem koma fram undir nafninu Ídýfurnar. Þeir munu syngja fyrir skautafólk jafnt sem aðra gesti til klukkan sex en þá tekur við hópur blásturshljóðfæraleikara sem skemmtir allt fram til kortér fyrir sjö. Dagskránni lýkur svo með því að hljómsveitin Baggalútur kemur fram. Tryggingamiðstöðin býður upp á kókó og piparkökur á torginu á milli 17 og 20.

Í fréttatilkynningu þakkar Tryggingamiðstöðin þeim fjölmörgu sem heimsóttu svellið í desember og fengu sér snúning þar.