Hjólað Það mátti ekki á milli sjá hvor skemmti sér betur á farskjóta sínum.
Hjólað Það mátti ekki á milli sjá hvor skemmti sér betur á farskjóta sínum. — Morgunblaðið/Andrés Skúlason
Djúpivogur | Í nágrenni Djúpavogs er víðáttumikil og sendin strönd sem nýtur æ meiri vinsælda til útivistar. Þar færist í vöxt að íbúar fari í göngutúra og andi að sér fersku sjávarloftinu. Þá er ströndin einnig vinsæl fyrir mótorsport og það mátti m.a.
Djúpivogur | Í nágrenni Djúpavogs er víðáttumikil og sendin strönd sem nýtur æ meiri vinsælda til útivistar. Þar færist í vöxt að íbúar fari í göngutúra og andi að sér fersku sjávarloftinu. Þá er ströndin einnig vinsæl fyrir mótorsport og það mátti m.a. sjá annan dag jóla þegar þeir Ragnar Rafn Eðvaldsson og Skúli Andrésson þeystu um sandana á tveimur misstórum mótorfákum.