JASON Kidd, leikmaður NBA-liðsins New Jersey Nets, þarf að greiða um 1,5 millj. kr. í sekt vegna niðrandi ummæla um dómarana eftir tapleik Nets gegn Detroit Pistons sem endaði 92:91 á miðvikudagskvöld.

JASON Kidd, leikmaður NBA-liðsins New Jersey Nets, þarf að greiða um 1,5 millj. kr. í sekt vegna niðrandi ummæla um dómarana eftir tapleik Nets gegn Detroit Pistons sem endaði 92:91 á miðvikudagskvöld. Kidd var ekki ánægður með dómaratríóið Jim Clark, Tom Washington og Eric Lewis og sagði þá hafa verið eins "þrjár blindar mýs" í leiknum.

Forráðamenn NBA-deildarinnar hafa fylgst vel með ummælum leikmanna í fjölmiðlum og Stu Jackson, talsmaður NBA-deildarinnar, segir að hart verði tekið á slíkum málum.

"Við mættum til vinnu og lögðum gríðarlega hart að okkur en uppskeran var rýr þar sem að dómararnir voru eins og "þrjár blindar mýs" í leiknum. Það er óþolandi að fá ekkert út úr slíkum leik einfaldlega vegna þess að dómararnir stóðu sig ekki í stykkinu."

Kidd ætlar ekki að mótmæla sektargreiðslunni en hann ætti að eiga fyrir sektinni þar sem hann er með um 1,3 milljarða kr. í laun á þessu ári.