NORSKA fjármálaeftirlitið hefur rætt við einn af æðstu stjórnendum norska tryggingafélagsins Nemi vegna grunsemda um aðild hans að hugsanlegum innherjasvikum í tengslum við yfirtökutilboð Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) í félagið síðastliðið vor.

NORSKA fjármálaeftirlitið hefur rætt við einn af æðstu stjórnendum norska tryggingafélagsins Nemi vegna grunsemda um aðild hans að hugsanlegum innherjasvikum í tengslum við yfirtökutilboð Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) í félagið síðastliðið vor. Frá þessu er greint í frétt á fréttavef norska blaðsins Dagens Næringsliv (DN) .

Segir í frétt DN að aðstoðarforstjóri Nemi, Sigmund Romskoug, sé grunaður um að hafa lekið út upplýsingum um væntanlegt yfirtökutilboð TM í aprílmánuði síðastliðnum. Þá kemur fram að eftirlitið rannsakar hvort norskur fjárfestir, Ole Aunaas, hafi misnotað upplýsingar frá Romskoug og fjárfest mikið í Nemi.