Jónatan Þór Magnússon
Jónatan Þór Magnússon
JÓNATAN Þór Magnússon handknattleiksmaður hefur fengið sig lausan undan samningi við franska handknattleiksliðið St. Raphael sem hann hefur leikið með frá því síðsumars, eftir því sem heimildir Morgunblaðsins herma. Jafnframt mun Jónatan vera á...

JÓNATAN Þór Magnússon handknattleiksmaður hefur fengið sig lausan undan samningi við franska handknattleiksliðið St. Raphael sem hann hefur leikið með frá því síðsumars, eftir því sem heimildir Morgunblaðsins herma. Jafnframt mun Jónatan vera á heimleið. Hyggst hann ganga til liðs við úrvalsdeildarlið Akureyrar auk þess sem honum stendur til boða að þjálfa lið KA/Þórs í 1. deild kvenna.

Jónatan gekk til liðs við St. Raphael í sumar eftir að hafa leikið allan sinn feril með KA. St. Raphael hefur gengið ágætlega í næstefstu deild franska handknattleiksins og er í efsta sæti um þessar mundir. Jónatan var fastamaður í liðinu þar til fyrir um mánuði er hann meiddist í nára. Af þeim meiðslum hefur hann ekki náð sér að fullu. Þá hefur honum ekki líkað sem skyldi í Frakklandi og mun það hafa ýtt undir þá ósk hans að fá lausn undan samningi.

Jónatan stefnir á að leika með Akureyri þegar keppni hefst á Íslandsmótinu í febrúar, hafi hann fengið bót meina sinna.