[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Aðalskona vikunnar leikur eitt af aðalhlutverkunum í kvikmyndinni Köld slóð sem frumsýnd er í kvöld. Þá er hún að hefja æfingar á leikritinu Hjónabandsglæpir sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu með vorinu.
Hvað segirðu gott?

Ég segi allt svakalega gott. Er spræk og hress og gæti ekki verið ánægðari með lífið.

Ertu heiðarleg? (Spurt af síðasta aðalsmanni, Bubba Morthens.) Já. Mér finnst vera stór lykill að hamingjunni að vera heiðarleg, þá fyrst og

fremst gagnvart sjálfri mér.

Kanntu þjóðsönginn?

Nei.

Hvað talarðu mörg tungumál?

Eins og er, 3 tungumál. Mig langar að bæta því fjórða við í rólegheitum.

Hvenær fórstu síðast til útlanda og hvert? Ég fór til Barcelona í lok maí og var að koma þaðan núna um jólin.

Ingvar E. eða Hilmir Snær?

Fáránleg spurning. Elska þá báða.

Uppáhaldsmaturinn?

Úff... ég er mikill nautnaseggur. Nautalundir og humar standa þó upp úr.

Bragðbesti skyndibitinn?

Sveittur hammari með öllu.

Hvaða bók lastu síðast?

Ég er að glugga í Hávamál eins og er.

Hvaða leikrit sástu síðast?

Ég sá útileikhús í Barcelona eftir Dario Fo.

En kvikmynd?

Ég var að horfa á nýjustu mynd Almodóvars, Volver.

Hvaða plötu ertu að hlusta á?

Jack Johnson er í uppáhaldi þessa dagana.

Uppáhaldsútvarpsstöðin?

Rás 1 og 2, ég hlusta líka oft á Bylgjuna.

Besti sjónvarpsþátturinn?

Ég horfi lítið á sjónvarp. Elska Little Britain.

Þú ferð á grímuball sem...?

Batman eða fluga.

Helstu kostir þínir?

Ég kann að njóta hversdagsins.

En gallar?

Ég fer alltaf of seint að sofa.

Fyrsta ástin?

Sætur Eyjapeyi.

Besta líkamsræktin?

Labbitúrar.

Algengasti ruslpósturinn?

Ég opna ekki ruslpóst.

Hvaða ilmvatn notarðu?

Dune frá Christian Dior. Fæ aldrei leið á því.

Hvar myndirðu vilja búa annars staðar en á Íslandi?

Í Barcelona. Ég á sjálfsagt eftir að prufa að búa í fleiri borgum.

Ertu með bloggsíðu?

Nei. Ég er ekki með bloggsíðu. Mér leiðist að tala um sjálfa mig. Ég skrifa þó stundum í gömlu góðu dagbókina mína og læt það duga.

Hvers viltu spyrja næsta viðmælanda?

Lætur þú drauma þína rætast?