[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
LITLAR breytingar urðu á lista yfir vinsælustu kvikmyndirnar í íslenskum kvikmyndahúsum yfir jólin, enda voru engar nýjar myndir frumsýndar.

LITLAR breytingar urðu á lista yfir vinsælustu kvikmyndirnar í íslenskum kvikmyndahúsum yfir jólin, enda voru engar nýjar myndir frumsýndar. Ævintýramyndin Eragon er í efsta sætinu aðra vikuna í röð og höfðu rúmlega 12 þúsund manns séð myndina eftir jólin. Rómantíska gamanmyndin The Holiday er í öðru sætinu, en rúmlega tíu þúsund manns höfðu séð hana. Í þriðja sætinu er svo spennumyndin Deja Vu sem um það bil fimm þúsund manns hafa séð.

Þá vekur athygli að íslenska kvikmyndin Mýrin sem byggð er á sögu Arnaldar Indriðasonar er enn á meðal þeirra vinsælustu, en hún er í sjöunda sætinu eftir að hafa setið á listanum í tíu vikur. Alls hafa nú yfir 80 þúsund manns séð Mýrina .